Skulda Íslendingar Bretum og Hollendingum eitthvað?

Það er mýta, sem margur heldur fram, að Íslendingar hafi skilið illa við breska og hollenska Icesave-innistæðueigendur með Neyðarlögunum. Það er öðru nær, því með þeim færðust Icesave-innistæðurnar úr allmennum kröfum í forgangskröfur, en ella stæðu Bretar & Hollendingar frammi fyrir því að fá nánast ekkert úr þrotabúinu uppí tapaðar innistæðurnar. 

Það eru bara B&H sem hagnsast á þessu ákvæði Neyðarlaganna en Íslendingar ekki. Bretar setja svo á okkur hryðjuverkalög í þakklætisskyni! Það varð okkur dýrkeypt.

Það er þrálátt fleipur, sem margur JÁ-sinninn heldur á lofti að bresku og hollensku tryggingasjóðirnir virki bara sem einskonar "top-up" tryggingasjóðir gagnvart Icesave. Landsbankinn fékk ekki starfsleyfi fyrir (net-)útibúi sínu Icesave í Bretlandi og Hollandi fyrr en hann hafði keypt dýrar tryggingar í þessum löndum. Annars vegar FSCS I Bretalndi og DNB í Holland. Þar með var Landsbankinn kominn með tvöfaldar innistæðutryggingar vegna Icesave. FSCS og DNB báru fulla ábyrgð á öllum tryggingum vegna Icesave, þar á meðal lágmarkstryggingu ESB og TIF.

FSCS og DNB greiddu innistæður á Icesave-reikningum Landsbankans upp að trygginga-mörkum GBP 50.000 í Bretlandi og EUR 100.000 í Hollandi. Þetta bar þeim að gera samkvæmt tryggingaskilmálum þessara sjóða. Ríkissjóður Bretlands greiddi þær innistæður í Bretlandi sem voru umfram tryggingamark þar í landi. Í Hollandi átti enginn yfir trygging-markinu EUR 100.000 og greiddi ríkissjóður Hollands því ekki neitt. 

Hryðjuverkalög Breta ollu Íslendingum gífurlegum skaða. Bretar eru stórskuldugir við okkur ekki öfugt!  Auðvitað segjum við NEI við Icesave!


mbl.is Hvetja félagsmenn til að kjósa já
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef "Áfram úti í mýri" vildi vita eitthvað um grunnforsendur Icesave-málsins gætu þau til dæmis lesið FSA handbókina sem fjallar um innistæðu-tryggingar í Bretlandi. Þar stendur til dæmis:

n      FSA handbókin (FEES 6.1.17): n      »Erlendir bankar frá EES-ríkjum sem veittur er réttur til aukatrygginga í samræmi við COMP14 eru fjármála-fyrirtæki sem koma frá heimaríki þar sem trygginga-kerfið veitir enga eða takmarkaða bóta-vernd, ef til þess kemur að þau lenda í greiðsluþroti. Í samræmi við FEES6.6 ber FSCS að meta hvort þessir EES-bankar eigi að fá afslátt af því trygginga-iðgjaldi sem þeir ættu annars að greiða og þannig að fá metna trygginga-verndina sem þeir njóta í heima-ríkinu. Allur afsláttur sem þannig er veittur af fullu iðgjaldi, er gjaldfærður á aðra banka í sama fyrirtækjaflokki og erlendi EES-bankinn.«.

Þetta merkir að tryggingasjóðurinn FSCS fekk full iðgjöld og hvers vegna ætti hann þá ekki að veita fulla trygginga-vernd ? Auðvitað gerði hann það og greiddi upp að þeim trygginga-mörkum sem honum bar.

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 22:53

2 identicon

ÖLL SAKAMÁL EIGA AÐ FARA FYRIR DÓMSTÓLS,OG ÞESSVEGNA SEGI ÉG NEI VIÐ ICESAVE.  ICESAVE ER SAKAMÁL,OG SEGJUM NEI VIÐ ÞVI OG ÞÁ FER ÞAÐ FYRIR DÓM SEM ÞAÐ Á AÐ GERA. HLUSTUM EKKI Á HRÆÐSLUÁRÓÐUR ESB-JÓHÖNNU,

Númi (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 22:54

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Og ekki má gleyma sjálfum Davíð Oddssyni sem „mokaði“ 300 milljörðum út úr Seðlabankanum hausti 2008 í bankana. Það var litið á slíkt að sjaldan var jafnmiklu ausið áfram til „lána“ til sérstakra lánþega bankanna.

Og svo er verið að rífast um Æseif sem talið er vera innan við 40 milljarða!

Mætti biðja um þjóðaratkvæði: Var rétt af DO að veita bönkunum 300 milljarða haustið 2008 án trygginga né viðhlítandi veða?

Einnig mætti spyrja:

Hver ber ábyrgð: Þjóðin öll, Seðlabankinn, Sjálfstæðisflokkurinn eða persónulega Davíð Oddsson?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.4.2011 kl. 00:50

4 Smámynd: Sigurður Árni Friðriksson

Guðjón Sigþór Jensson.....Hvað er málið með þessa copy/paste statusa hjá þér?

Er virkilega svo heiðskýrt hjá þér að þú teljir ástand þjóðfélagsins í dag ALLT Davíð Oddssyni að kenna? Hann var ekki einráður frekar en þurrkunturnar sem eru í toppstöðum dagsins ídag.

Sigurður Árni Friðriksson, 4.4.2011 kl. 02:55

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir góða grein Daníel.

Sigurður, Guðjón er rökþrota, hans eina réttlætinga er fortíðin.

Og með henni þá tryggir hann vinnubrögð fortíðarinnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.4.2011 kl. 20:36

6 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Afsakið hvað ég er seinn fyrir, en takk kærlega fyrir ykkar innlegg hérna. Ánægjulegt að sjá hvað a.m.k. flestir hérna eru greinilga eindregnir stuðningsmenn þess að hafna Icesve III.  Það vissi ég reyndar fyrir um ykkur Loft og Ómar a.m.k. enda hafið þið verið sérlega duglegir að andæfa gegn þessum ólánssamningi. Hvet ég menn bara áfram til dáða svo að við vinnum uppgjörið á morgun laugardag með afgerandi NEI!

Daníel Sigurðsson, 8.4.2011 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Daníel Sigurðsson

Höfundur

Daníel Sigurðsson
Daníel Sigurðsson
Véltæknifræðingur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband