Útrýmingarfýsn borgarstjóra

Eftirfarandi grein birtist eftir mig í Morgunblađinu í dag (ef smellt er á linkinn birtist greinin eins og hún kemur fyrir í greinasafni Mbl.): 

 

http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1398055&searchid=7294d-4e1c-c3dbb

 

Morgunblađiđ, laugardaginn 29. október, 2011 - Ađsent efni                       

 

        Útrýmingarfýsn borgarstjóra

 

Eftir Daníel Sigurđsson

Mér brá í brún er ég datt um frétt á Mbl.is ţann 25. ţ.m.: "Aspirnar leystar af hólmi". Ţar kemur fram ađ borgarstjórinn er ađ gera alvöru úr "gríni" sínu frá ţví í kosningabaráttunni  um ađ koma aspatrjánum í höfuđborginni fyrir kattarnef ţví honum ţćtti aspir ljótar og vćri vinna viđ verkefniđ hafin í Vonarstrćti og Tjarnargötu.

Til ađ blekkja almenning og réttlćta ađförina ađ ţessum tignarlegu trjám grípur borgarstjórnin til gamalkunnrar mýtu um ađ aspir séu ágengir skemmdarvargar. Orđrétt segir m.a.: ".......en rćtur ţeirra hafa eyđilagt hellulagnir og hitalagnir".    "Hellulögnin, sem gengin er úr skorđum vegna ágengni aspanna, verđur enn fremur lagfćrđ".

Ţarna er veriđ ađ búa til úlfalda úr mýflugu enda ósannindi ađ aspirnar hafi eyđilagt hellulagnirnar. Frá ţví fréttin birtist hef ég gert ţarna vettvangskannanir međ vídeóupptökuvél ađ vopni til ađ geta birt afraksturinn á netinu. Get ég fullyrt ađ borgarstjórnin fer hér međ miklar ýkjur hvađ hellulagnirnar varđar. Ađeins viđ tvö tré í hvorri götu gat ég merkt ađ hellur hefđu hreyfst úr stađ. Og ţó ađ einhver mýflugufótur kunni ađ vera fyrir ţví aspirnar hafi eitthvađ hróflađ viđ hitalögnum ţá eru ţađ auđvitađ tómar ýkjur ađ ţćr hafi "eyđilagt" lagnirnar.

Ţađ eru ekki aspirnar sem eru skemmdarvargar í borginni heldur borgarstjórnin sjálf međ borgarstjórann í fararbroddi, sem í ofanálag vílar ekki fyrir sér ađ blekkja borgarbúa svo komast megi upp međ ađ svala útrýmingarfýsn hans á öspum án andófs. Ţessir skemmdarvargar tala svo um ađ "endurnýja" trjágróđur í ţessum götum, rétt eins og ţađ taki bara engan tíma ađ koma upp trjám. Svo virđist sem borgarstjórnin sé ómeđvituđ um ađ ţessi stóru tré vinna dyggilega gegn gróđurhúsaáhrifum međ ţví ađ taka upp koldíoxíđ og framleiđa súrefni í stađinn.

Hefur ţetta borgarstjórnargengi aldrei komiđ til erlendra borga eins og t.d. á Norđurlöndunum eđa á meginlandi Evrópu, ţar sem augljóslega er borin mikil virđing fyrir stórum og hávöxnum trjám sem eru út um allt og  prýđa heilu göturnar ţannig ađ yndi er ađ ganga eđa aka eftir? 

Borgarstjórn vćri nćr ađ gera eitthvađ róttćkt í krabbameinsvaldandi svifryksmengunarvandamálinu í borginni sem skapast af notkun nagladekkja, en ţar ber borgarstjórnin höfuđ ábyrgđ. Hún virđist kćra sig kollótta um ţó lćsa ţurfi saklaus ungbörn inni í leikskólum í tugum tilfella á vetri hverjum vegna ţessa sjálfskapađa vágests sem stafar af annarri ennţá annesjalegri mýtu en aspamýtunni.

Ţar sem forsendurnar fyrir ţví ađ fella aspirnar eru augljóslega í meginatriđum upplognar er einsýnt ađ koma beri í veg fyrir ţessar vćgast sagt dapurlegu fyrirćtlanir skemmdarvarganna.

Í stađ ţess ađ fella aspirnar fyrir utan Ráđhúsiđ, ber ađ fella hinn raunverulega skemmdarvarg sem situr innandyra í borgarstjórastólnum. Nei, ég er fráleitt ađ gera ţví skóna ađ fella hann međ keđjusög, eins og hann hefur í hyggju međ aspirnar, heldur einfaldlega međ blýanti í kjörklefanum í nćstu kosningum.

Höfundur er véltćknifrćđingur.

P.S: Ţó tíminn sé naumur til ađ skipuleggja öfluga andstöđu ţá tel ég ađ ekki sé enn öll von úti um ađ takast megi ađ stöđva herferđina gegn öspunum í Vonarstrćti. Ţví miđur verđur öspunum í Tjarnargöru ekki bjargađ úr ţessu ţví ţćr féllu fyrir keđjusögum borgarstjóra í gćr.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Daníel Sigurðsson

Höfundur

Daníel Sigurðsson
Daníel Sigurðsson
Véltæknifræðingur

Bloggvinir

Feb. 2018
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband