Heimsstyrjöldin fyrri

Það er alrangt sem þú heldur fram að við lok orustunnar við Verdun í maí 2016, sem stóð í 10 mánuði, hafi Frakkland staðið uppi sem sigurvegari. Orustan sem slík endaði með einskonar jafntefli eða kannski öllu heldur þrátefli í skotgröfunum. Segja má að sigri Þjóðverja í styrjöldinni hafi verið stolið af þeim með stórfeldu inngripi Bandaríkjanna í Evrópustyrjöldina síðasta stríðsárið sem endaði með ósigri Þjóðverja og hinum illræmdu Versalasamningum 11. nóv. 1918.

Þjóðverjar og Austurísk-Ungverska keisaradæmið höfðu þá náð að ljúka styrjöldinni á Austurvígstöðvunum með niðurlægjandi uppgjöf Rússa sem undirrituðu uppgjafarskilmálana í Brest-Litowsk tæpu ári áður. 


mbl.is Verdun tákni sameinaða Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

2016?

Helga Kristjánsdóttir, 29.5.2016 kl. 23:25

2 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Takk fyrir þessa réttmætu athugasemd Helga. Vitaskuld átti þetta að vera 1916 en ekki 2016.  Því miður þá tók ég ekki eftir villunni í pistlinum þegar ég skrifaði þetta ranga ártal beint uppúr honum.

Daníel Sigurðsson, 30.5.2016 kl. 00:11

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég man ekki eftir neinum afgerandi átökum í fyrra stríði.  Það var helst Gallipoli, sem var mjög afgerandi sigur Tyrkja á innræasarher Breta.  Það var mjög afgerandi og niðurlægjandi fyrir breta.

Somme gerði ekkert nema eyðileggja, Verdun... svipað, minnir mig.  Allt stappið á  Austurvísgtöðvunum olli bara byltingu sem var öllum til ama.

Svo töpuðu allir.  Þetta var frekar ömurlegt.

Það eina sem ég sá út úr þessu (því litla sem ég hef stúderað) er að Þjóðverjar voru þá ca 3x betri bardagamenn en allir, og þessir klikkuðu evrópumenn ættu að láta fólk með aðgang að vélbyssum í friði.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.5.2016 kl. 00:13

4 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Takk fyrir innleggið Ásgrímur.

Svona uppá nákvæmnina langar mig að gera smá leiðréttingu á fyrra innleggi mínu hér að ofan:

Þjóðverjar báðu um vopnahlé 11. nóv. 1918 og voru Versalasamningarnir gerðir í framhaldi af því og undirritaðir 1919.  

Daníel Sigurðsson, 30.5.2016 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Daníel Sigurðsson

Höfundur

Daníel Sigurðsson
Daníel Sigurðsson
Véltæknifræðingur

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband