14.12.2011 | 16:48
Þrotabúið er aukaatriði
Það er fráleitt aðalmálið hvort þrotabú gamla Landsbankans muni dekka Icesave-kröfur Breta og Hollendiga, eins og margur lætur á sér skiljast og eiginlega hreint ekki viðeigandi að Íslendingar séu mikið að velta því fyrir sér (a.m.k. gagnvart Bretum). A.m.k. siðferðislega er ESA með gjörtapað mál og jafnvel þó svo færi að hlutdrægur EFTA-dómstóllinn myndi dæma Íslendingum í óhag þá er Ísland með lögsöguna í hugsanlegu skaðabótamáli B&H. Þökk sé yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar sem lét allar úrtölur veifiskata og hræðsluáróður stjórnvalda sem vind um eyru þjóta og kaus Icesave út í hafsauga (og það í tvígang!) og tryggði þar með að Hæstréttur Íslands hefði síðasta orðið í hugsanlegu skaðabótamáli B&H. En það voru einmitt Bretar sem settu á okkur kolólögleg og gjörsamlega siðlaus hryðjuverkalög undir stjórn krataforingjans og dusilmennisins Gordon Brown þáverandi forsætisráðherra.
ESA stefnir Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Daníel Sigurðsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.