9.4.2011 | 12:23
Skrökvað með tölfræði!
Skrökvað með tölfræði!
Eftir Daníel Sigurðsson
Auglýsingar Já-sinna misþyrma hreinlega brjóstvitinu eins og heilsíðu-auglýsingin með stöplaritinu sem gefur að líta í blöðunum. Hún er í samræmi við inntak frægrar bókar: How to Lie with Statistics (Hvernig á að ljúga með tölfræði) eftir Darrell Huff. Því miður hafa margir nýtt sér fræðin til að svindla og svo fengið tugthúsvist að launum.
Í þessari makalausu auglýsingu Já-hópsins er "reiknitrúðurinn" að bera saman kostnað og öllu snúið á hvolf í samanburðinum. Nægir að benda á yfirskriftina:
Kostnaður við JÁ og NEI í milljörðum króna. Athugið að möguleikinn EKKI BORGA NEITT" er ekki til nema við segjum JÁ. En hér á að standa:.... nema við segjum NEI.
Sannleikurinn er sá að vextirnir 32 milljarðar sem borga þarf n.k. mánudag, ef svo slysalega fer að samningurinn verður samþykktur, eru að eilífu glataðir Íslendingum því vextirnir lenda í almennum kröfum en ekki forgangskröfum úr þrotabúinu. Þannig að "EKKI BORGA NEITT" er ekki til ef við segjum JÁ.
Á hinn bóginn ef samningurinn verður felldur og Bretar og Hollendingar fara ekki í dómsmál þá þurfa Íslendingar ekki að borga neitt! Það gerist því einvörðungu ef við segjum NEI.
En til þess að geta teygt og togað stöplaritin að geðþótta gefur "reiknitrúðurinn" sér að lánshæfiseinkunn ríkisins fari niður ef NEI verður niðurstaðan. Þar með lokar hann augunum fyrir því að Lánshæfiseinkunnin fór í þveröfuga átt eftir að þjóðin hafnaði Icesave II, sem sé upp en ekki niður, auk þess sem tryggingaálagið fór í rétta átt líka.
En það var auðvitað sama sagan þá eins og nú að matsfyrirtæki var búið að hóta öðru vegna þrýstings frá Bretum bak við tjöldin, sem koðnaði svo niður eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna og það mun einnig gerast nú ef við segjum NEI!
Það er mýta, sem margur heldur fram, að Íslendingar hafi skilið illa við breska og hollenska Icesave-innistæðueigendur með íslensku neyðarlögunum. Það er öðru nær, því með þeim færðust Icesave-innistæðurnar úr allmennum kröfum í forgangskröfur, en ella stæðu Bretar & Hollendingar frammi fyrir því að fá nánast ekkert úr þrotabúinu uppí tapaðar innistæðurnar. Það eru bara B&H sem hagnast á þessu ákvæði neyðarlaganna en Íslendingar ekki. Bretar setja svo á okkur hryðjuverkalög í þakklætisskyni!
Það er þrálátt fleipur, sem margur JÁ-sinninn heldur á lofti að bresku og hollensku tryggingasjóðirnir virki bara sem einskonar "top-up" tryggingasjóðir gagnvart Icesave. Landsbankinn fékk ekki starfsleyfi fyrir (net-)útibúi sínu Icesave í Bretlandi og Hollandi fyrr en hann hafði keypt dýrar tryggingar í þessum löndum. Annars vegar FSCS I Bretlandi og DNB í Holland. Þar með var Landsbankinn kominn með tvöfaldar innistæðutryggingar vegna Icesave. FSCS og DNB báru fulla ábyrgð á öllum tryggingum vegna Icesave, þar á meðal lágmarkstryggingu ESB og TIF. FSCS og DNB upp að trygginga-mörkum GBP 50.000 í Bretlandi og EUR 100.000 í Hollandi. Þetta bar þeim að greiða samkvæmt tryggingaskilmálum þessara sjóða. Ríkissjóður Bretlands greiddi svo innistæður í Bretlandi sem voru umfram tryggingamark þar í landi. Í Hollandi mun enginn hafa átt yfir trygginga-markinu EUR 100.000.
Hryðjuverkalög Breta ollu Íslendingum gífurlegum skaða.
Bretar eru stórskuldugir við okkur ekki öfugt!
Segjum NEI við Icesave!
Um bloggið
Daníel Sigurðsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er samskonar tölfræði og hefur verið notuð til að markaðssetja önnur myntkörfulán í gegnum tíðina. Loðin og lygin, og langt frá því lögleg.
Til hamingju með daginn.
Guðmundur Ásgeirsson, 9.4.2011 kl. 14:34
Sæll Daníel, ætla bæta við hérna nokkrum hlutum máli þínu til stuðnings og útskýringar þar sem sumir vilja halda því fram að tryggingin erlendis hafi ekki verið til eða hafi verið viðbótartrygging sem hún var ekki, þetta var full trygging.
Ef einhver efast um að það hafi verið trygging erlendis þá er t.d. hægt að sjá þetta skýrum stöfum frá bretunum sjálfum með þeirra tryggingu á eftirfarandi hlekk.
http://www.fscs.org.uk/what-we-cover/products/investments/eea-top-ups/
Top up þýðir ekki viðbót,
TOP-UP (noun)
1. an amount needed to restore something to its former level
Hér eru upplýsingar um hvað top up trygging er, tekið frá bretum sjálfum.
"Incoming EEA firms which obtain cover or 'top up' under the provisions o...(tharr be more)f COMP 14 are firms whose Home State scheme provides no or limited compensation cover in the event that they are determined to be in default.
1. No mention is made of the EEA minimum deposit guarantee and no specific obligation is put on the home state deposit scheme.
2. The home state deposit guarantee can be as low as nothing and up to something, thus confirming no reliance on any EEA insurance amount."
Hér er verið að lýsa fullri tryggingavernd, óháð því sem heimaríkið býður upp á. Ef það er til reiðu, þá er það til reiðu, annars gildir breska tryggingin.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 9.4.2011 kl. 16:43
Takk fyrir ykkar ágætu skrif hérna heiðursmenn og afsakið hvað ég er seinn á ferðinni með þessa línu.
Daníel Sigurðsson, 18.4.2011 kl. 02:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.