29.5.2016 | 23:10
Heimsstyrjöldin fyrri
Það er alrangt sem þú heldur fram að við lok orustunnar við Verdun í maí 2016, sem stóð í 10 mánuði, hafi Frakkland staðið uppi sem sigurvegari. Orustan sem slík endaði með einskonar jafntefli eða kannski öllu heldur þrátefli í skotgröfunum. Segja má að sigri Þjóðverja í styrjöldinni hafi verið stolið af þeim með stórfeldu inngripi Bandaríkjanna í Evrópustyrjöldina síðasta stríðsárið sem endaði með ósigri Þjóðverja og hinum illræmdu Versalasamningum 11. nóv. 1918.
Þjóðverjar og Austurísk-Ungverska keisaradæmið höfðu þá náð að ljúka styrjöldinni á Austurvígstöðvunum með niðurlægjandi uppgjöf Rússa sem undirrituðu uppgjafarskilmálana í Brest-Litowsk tæpu ári áður.
Verdun tákni sameinaða Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.9.2012 | 23:29
Tryggjum að "Frankenstein IV" fari sneypuför til Bessastaða
Grein undir ofanritaðri fyrirsögn birtist eftir mig í Morgunblaðinu 20. júní s.l. Grein þessi fjallar m.a. um ICESAVE:
Smellið á neðanritaða "slóð":
Bloggar | Breytt 6.9.2012 kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2012 | 23:40
Tobias Fuchs
Smellið á eftirfarandi "linka":
http://dansig.blog.is/users/19/dansig/files/tobias_fuchs_innistae_utrygging_-_icesave.pdf
http://dansig.blog.is/users/19/dansig/files/tobias_fuchs_einlagensicherung_-_icesave.pdf
Fyrri linkurinn vísar á þýðingu á grein (án neðanmálsgreina) eftir þýska lögfræðinginn í evrópurétti Tobias Fuchs.
Seinni linkurinn vísar á greinina á frummálinu (Þýsku) eins og hún birtist í þýska lögfræðitímaritinu Europäischer Wirtschafts- und Steuerrecht.
Bloggar | Breytt 19.6.2012 kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.2.2012 | 18:54
Afturgenginn Frankenstein: Icesave IV
Eftirfarandi grein birtist eftir undirritaðann í Morgunblaðinu í dag (23.02.2012):
Afturgenginn Frankenstein: Icesave IV
'Ljóst er aðeins galdramaður ættaður af Vestfjörðum mun vera í stakk búinn til að kveða þennan draug niður...'
Því miður virðist Frankenstein í gervi Icesave IV vera á teikniborði ríkisstjórnarinnar og eiga að sjá til þess að ríkisstjórnin fái nokkra uppreist æru eftir hraksmánarlega frammistöðu sína í málinu.
Ráðning þeirra tveggja lögmanna (annar Breskur!) sem halda eiga uppi vörnum Íslands fyrir EFTA-dómstólnum bendir til að ríkisstjórnin sé staðráðin í að tapa málinu þar.
Furðuviðtal á RÚV við annan lögmanninn, Jóhannes Karl Sveinsson, sem sat í samninganefndinni í Icesave-málinu virðist staðfesta þetta (Spegill RÚV 14.12.sl.). Þar segist hann naga sig enn meira í handabökin út af því en áður að Íslendingar skyldu ekki hafa borið gæfu til að samþykkja Icesave III við Breta og Hollendinga. M.ö.o. lýsir þessi málpípa ríkisstjórnarinnar því yfir að málið sé fyrir fram tapað fyrir EFTA-dómstólnum. Þessi ummæli endurspegla annarlegar hvatir ríkisstjórnarinnar í málinu og eru þeim mun dapurlegri í ljósi þess að með samþykki Icesave III væri þjóðarbúið nú þegar búið að sjá af nær 50 milljarða óafturkræfri vaxtagreiðslu í beinhörðum gjaldeyri í þetta svarthol sem væri aðeins byrjunin.
Eftirfarandi ummæi lögmannsins í viðtalinu, um þá stöðu sem upp kæmi ef dómsmál tapaðist, eru þó sýnu alvarlegri:
Að mínu mati væri það óðs manns æði að reyna ekki að ná samningum."
Það liggur sem sé fyrir að ríkisstjórnin ætlar að berjist um á hæl og hnakka fyrir því að málið endi ekki
fyrir Hæstarétti Íslands (sem myndi gera uppreistaráform hennar að engu) þó svo fyrir liggi lögfræðiálit virtustu lögspekinga um að yfirgnæfandi líkur séu á að B&H gjörtapi skaðabótamáli þar. Þvert á móti ætlar ríkisstjórnin sér í framhaldinu að grátbiðja bresk og hollensk stjórnvöld um að setjast enn á ný að samningaborði um nýja hrollvekju, Icesave IV.
Ríkisstjórnin mun ekki fella stór tár þó svo hin nýja afturganga, Frankenstein fjórði, yrði enn ógnvænlegri þjóðinni en Frankenstein þriðji sem felldur var í þjóðaratkvæðagreiðslunni sl. vor, enda á þjóðin og forsetinn ekkert betra skilið að mati ríkisstjórnarinnar fyrir að þverskallast gegn vilja hennar í málinu.
Í millitíðinni mun svo ríkisstjórnin auðvitað gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma auðsveipnum handlangara að á Bessastöðum í vor til að leggja blessun sína yfir hinn nýja uppvakning þegar hann bankar þar á dyr eftir að hafa riðið húsum á Alþingi og knúið þingheim til uppgjafar.
Ljóst er að aðeins galdramaður ættaður af Vestfjörðum mun vera í stakk búinn til að kveða þennan draug niður og þar með þráhyggjuáform ríkisstjórnarinnar að láta þjóðina axla Icesave-klafann. Maður þessi hefur sagt þjóðina hafa lögsöguna í málinu. Hann mun vonandi tryggja að svo verði áfram þar til afturganga þessi hefur endanlega verið kveðin niður.
Því miður virðist martröðin um einbeittan ásetning forystumanna ríkisstjórnarinnar um að koma Icesave-klafanum á þjóðina enn geta orðið að ísköldum veruleika.
Stöndum saman að áskorun til núverandi forseta um að standa áfram vaktina:
Daníel Sigurðsson
Bloggar | Breytt 7.4.2015 kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2011 | 16:48
Þrotabúið er aukaatriði
ESA stefnir Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2011 | 17:27
Andúð borgarstjóra á öspum
Borgarstjóri upplýsti í kosningabarátunni að honum þætti aspir ljót tré og því vildi hann uppræta þessa trjátegund í borgarlandinu. Hann hefur nú látið til skarar skríða til að þjóna lund sinni. Sjá grein eftir mig hér að neðan (smellið á "síðasta færsla").
Skv. ástandsúttekt á götutrjám í miðborg Reykjavíkur frá 4. mars s.l., sem ég hef undir höndum, er aðeins talin þörf á að fjarlægja 15 tré af um 300 eða 5%. Hin mikla "umhyggja" fyrir þessum trjám sem talsmenn borgarstjórnar tala um felst í því að nú er verið að ljúka við að strá fella allar aspirnar tígulegu við Ráðhúsið.
Tíu milljóna króna trjáskipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2011 | 23:21
Útrýmingarfýsn borgarstjóra
Eftirfarandi grein birtist eftir mig í Morgunblaðinu í dag (ef smellt er á linkinn birtist greinin eins og hún kemur fyrir í greinasafni Mbl.):
http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1398055&searchid=7294d-4e1c-c3dbb
Morgunblaðið, laugardaginn 29. október, 2011 - Aðsent efni
Útrýmingarfýsn borgarstjóra
Eftir Daníel Sigurðsson
Mér brá í brún er ég datt um frétt á Mbl.is þann 25. þ.m.: "Aspirnar leystar af hólmi". Þar kemur fram að borgarstjórinn er að gera alvöru úr "gríni" sínu frá því í kosningabaráttunni um að koma aspatrjánum í höfuðborginni fyrir kattarnef því honum þætti aspir ljótar og væri vinna við verkefnið hafin í Vonarstræti og Tjarnargötu.
Til að blekkja almenning og réttlæta aðförina að þessum tignarlegu trjám grípur borgarstjórnin til gamalkunnrar mýtu um að aspir séu ágengir skemmdarvargar. Orðrétt segir m.a.: ".......en rætur þeirra hafa eyðilagt hellulagnir og hitalagnir". "Hellulögnin, sem gengin er úr skorðum vegna ágengni aspanna, verður enn fremur lagfærð".
Þarna er verið að búa til úlfalda úr mýflugu enda ósannindi að aspirnar hafi eyðilagt hellulagnirnar. Frá því fréttin birtist hef ég gert þarna vettvangskannanir með vídeóupptökuvél að vopni til að geta birt afraksturinn á netinu. Get ég fullyrt að borgarstjórnin fer hér með miklar ýkjur hvað hellulagnirnar varðar. Aðeins við tvö tré í hvorri götu gat ég merkt að hellur hefðu hreyfst úr stað. Og þó að einhver mýflugufótur kunni að vera fyrir því aspirnar hafi eitthvað hróflað við hitalögnum þá eru það auðvitað tómar ýkjur að þær hafi "eyðilagt" lagnirnar.
Það eru ekki aspirnar sem eru skemmdarvargar í borginni heldur borgarstjórnin sjálf með borgarstjórann í fararbroddi, sem í ofanálag vílar ekki fyrir sér að blekkja borgarbúa svo komast megi upp með að svala útrýmingarfýsn hans á öspum án andófs. Þessir skemmdarvargar tala svo um að "endurnýja" trjágróður í þessum götum, rétt eins og það taki bara engan tíma að koma upp trjám. Svo virðist sem borgarstjórnin sé ómeðvituð um að þessi stóru tré vinna dyggilega gegn gróðurhúsaáhrifum með því að taka upp koldíoxíð og framleiða súrefni í staðinn.
Hefur þetta borgarstjórnargengi aldrei komið til erlendra borga eins og t.d. á Norðurlöndunum eða á meginlandi Evrópu, þar sem augljóslega er borin mikil virðing fyrir stórum og hávöxnum trjám sem eru út um allt og prýða heilu göturnar þannig að yndi er að ganga eða aka eftir?
Borgarstjórn væri nær að gera eitthvað róttækt í krabbameinsvaldandi svifryksmengunarvandamálinu í borginni sem skapast af notkun nagladekkja, en þar ber borgarstjórnin höfuð ábyrgð. Hún virðist kæra sig kollótta um þó læsa þurfi saklaus ungbörn inni í leikskólum í tugum tilfella á vetri hverjum vegna þessa sjálfskapaða vágests sem stafar af annarri ennþá annesjalegri mýtu en aspamýtunni.
Þar sem forsendurnar fyrir því að fella aspirnar eru augljóslega í meginatriðum upplognar er einsýnt að koma beri í veg fyrir þessar vægast sagt dapurlegu fyrirætlanir skemmdarvarganna.
Í stað þess að fella aspirnar fyrir utan Ráðhúsið, ber að fella hinn raunverulega skemmdarvarg sem situr innandyra í borgarstjórastólnum. Nei, ég er fráleitt að gera því skóna að fella hann með keðjusög, eins og hann hefur í hyggju með aspirnar, heldur einfaldlega með blýanti í kjörklefanum í næstu kosningum.
Höfundur er véltæknifræðingur.
P.S: Þó tíminn sé naumur til að skipuleggja öfluga andstöðu þá tel ég að ekki sé enn öll von úti um að takast megi að stöðva herferðina gegn öspunum í Vonarstræti. Því miður verður öspunum í Tjarnargöru ekki bjargað úr þessu því þær féllu fyrir keðjusögum borgarstjóra í gær.
Bloggar | Breytt 30.10.2011 kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2011 | 16:13
Ekki læs á Stjórnarskrána
Það er svo sem ágætt að Björn Valur, óbreyttur þingmaðurinn, lætur þjóðina vita af því nokkuð reglulega í sínum pistlum að hann er ekki læs á Stjórnarskrána eða vill ekki horfast í augu við hana. Hitt er auðvitað lakara að sjálfur forsætisráðherrann virðist ekki læs á hana heldur. Forsetinn gerði auðvitað rétt í því að bendi forsætisráðherranum á að lesa Stjórnarskrána áður en hann (hún) fer út í bréfaskriftir af þessu tagi. Skrýtið að menn skuli vera að rífa hár sitt og skegg yfir ábendingum um að lesa sér til í þessu þarfa riti áður en vaðið er fram á ritvöllinn.
Forsetinn friðarspillir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2011 | 04:20
Grýlan Moody
Grýlan Moody var auðvitað orðin leið á að hræða Íslendinga að beiðni bresku ríkisstjórnarinnar og þeirrar íslensku óbeint. Hún skammaðist sín líka eftir að forseti Íslands hraunaði yfir hana í gegnum stóra Bloomberg-"hátalarann", daginn eftir NEI-ið. Slíkt hafði víst enginn vogað sér fyrr, enda kváðu neyðaróp við. En skessan lét sér segjast og hefur nú snúið sér að meira spennandi bráð, sjálfum Kananum og lækkað við hann lánshæfiseinkunnina þannig að titringur fer nú um hæstu spilaborgir heimsins. Það kemur vel á vondan, enda ber Kaninn meginsökina á heimskreppunni. Ráðherrarnir okkar tveir sem sáu sitt óvænna að banka uppá hjá skessunni vestra, til að afsaka misnotkunina á henni í hræðsluáróðrinum hér heima, mega auðvitað þakka fyrir að hafa sloppið án hýðingar. En það er hæpið að þeir sleppi við vöndinn í næstu Alþingiskosningum.
Varnarsigur fyrir Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 17.6.2012 kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.4.2011 | 22:37
Meirihluti þjóðarinnar lét ekki Grýlu slá sig út af laginu!
Einn megin málatilbúnaður ríkisstjórnarinnar og ESB-sinna fyrir samþykkt Icesave hefur nú leyst uppí svifryk. Grýlan Moody's var auðvitað orðin leið á hræða Íslendinga og langaði í meira fjör, ekki síst eftir að forseti Ísalands púaði á hana í gegnum stóra Bloomberg-"hátalarann" um daginn. Skessan sneri sér því að stærri bita, sjálfum Kananum. Það fer einkar vel á því, enda ber hann meginsökina á heimskreppunni. Ráðherrarnir tveir sem gerðust svo djarfir að banka uppá hjá henni vestra, til að afsaka sig fyrir að hafa leyft sér að misnota hana í hræðsluáróðri hér heima á Klakanum, mega auðvitað þakka fyrir að sleppa án pústra og kaghýðingar. Enn þó þeir hafi sloppið núna þá bíður vöndurinn þeirra nánast óumflýjanlega í hóphýðingu í næstu Alþingiskosningum.
Óbreytt mat hjá Moody's | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Daníel Sigurðsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar